Enski boltinn

Lingard: Solskjær kom með sóknarbolta, sigurhugarfar og United-leiðina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lingard og Solskjær á góðri stundu.
Lingard og Solskjær á góðri stundu. vísir/getty
Jesse Lingard, framherji Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær hafi komið með sigurhugarfar og sóknarbolta inn í félagið eftir að hann tók við stjórnartaumunum.

Solskjær hefur unnið fyrstu átta leikina sína með United en áttundi sigurinn kom í bikarsigri gegn Arsenal í fjórðu umferð enska bikarsins í gærkvöldi.

„Ole hefur verið frábær síðan að hann kom. Hann hefur gefið okkur mörg ráð og við höfum verið að spila mjög frjálst sem er aðalhluturinn,“ sagði framherjinn í samtali við sjónvarpsþáttinn Soccer AM.

„Þú verður að spila fótbolta með frelsi. Þú verður að spila með brosi á vör og hann lét okkur gera það. Við spilum sóknarbolta og spilum boltanum fram á við eins fljótt og hægt er.“

„Ef þeir skora eitt þá veit hann að við munum skora tvö mörk. Hann sagði að þetta væri Manchester United og svona ætti þetta að vera. Við erum núna í jakkafötum á leikdögum. Hann vildi koma aftur með United-leiðina (e. the United way).“

Lingard hefur verið að spila vel í undanförnum leikjum og virðist njóta lífsins undir stjórn Solskjær.

„Mér líður eins og við förum eð sjálfstraust inn í leiki og þótt að hitt liðið skoraði þá vitum við að við skorum tvö eða þrjú mörk. Einnig hefur hugarfar okkar breyst í stóru leikjunum.“

„Ég er að njóta fótboltans núna og spila með bros á vör. Liðsfélagararnir og starfsliðið er að hjálpa mér svo það er góður fýlingur þessa stundina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×