Enski boltinn

Juventus fyrsti kostur Ramsey

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramsey er á leið burt frá Emirates.
Ramsey er á leið burt frá Emirates. vísir/getty
Aaron Ramsey, sem rennur út af samningi hjá Arsenal í sumar, er sagður vilja fara til Juventus. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Ramsey mun fara frítt frá Emirates í sumar eftir að Arsenal og miðjumaðurinn náðu ekki að komast að samkomulagi um nýjan samning.

PSG og Bayern Munchen eru ásamt Juventus sögð áhugasöm um Wales-verjann sem hefur spilað sautján leiki í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið.

Hins vegar vill Ramsey mest komast til ítölsku meistaranna í Juventus og getur í dag, fyrsta janúar, hafið viðræður við Juventus er minna en sex mánuðir eru eftir af samningi hans.

Ramsey hefur skapað sér stórt nafn hjá Arsenal en hann hefur leikið þar í ellefu ár. Hann kom frá Cardiff en síðan þá hefur hann spilað 352 leiki og skorað 60 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×