Enski boltinn

Son ætlar að horfa á leikinn á fimmtudagskvöldið og njóta þess

Anton Ingi Leifsson skrifar
Son við það að skora þriðja mark Tottenham í dag.
Son við það að skora þriðja mark Tottenham í dag. vísir/getty
Son Heung-min, framherji Tottenham, segir að sigurinn gegn Cardiff fyrr í dag hafi verið mikilvægur fyrir framhaldið hjá liðinu.

Tottenham tapaði stigum gegn Wolves í síðustu umferð á heimavelli en þeim brást ekki bogalistinn í dag.

„Við komum til baka sem var mikilvægt. Þetta var mikilvægur leikur til þess að ná í þrjú stig og við sýndum okkar karakter,“ sagði Suður-Kóreumaðurinn í leikslok.

„Við vorum heppnir að skor snemma en við áttum skilið stigin þrjú og við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ en Tottenham fékk heldur betur færi til þess að skora fleiri mörk.

„Allir fá sjálfstraust er við skorum snemma. Við spiluðum ákveðið. Við skoruðum þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og í síðari hálfleik var þetta aðeins rólegra.“

Tottenham er nú sex stigum á eftir Liverpool og einu stigi á undan City en Liverpool og City mætast annað kvöld. Son mun fylgjast vel með þeim leik.

„Auðvitað mun ég horfa. Þú nýtur þess alltaf að horfa á fótbolta og sérstaklega stóru leikina. Ég held með hvorugu liðinu en eðlilega mun ég horfa á leikinn og njóta þess.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×