Enski boltinn

Jafntefli hjá Birki en tap hjá Jóni Daða | Leeds tapaði stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir spilaði allan leikinn í dag.
Birkir spilaði allan leikinn í dag. vísir/getty
Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Aston Villa gerði jafntefli á heimavelli við QPR 2-2 í ensku B-deildinni í dag.

Aston Villa komst yfir með marki Tammy Abraham á 21. mínútu en Luke Freeman jafnaði fyrir QPR undir lok fyrri hálfleiks.

Eberechi Eze kom QPR yfir á 56. mínútu en stundarfjórðungi fyrir leikslok var Abraham aftur á ferðinni og jafnaði 2-2.

Birkir spilaði allan leikinn fyrir Aston Villa sem er í tíunda sæti deildarinnar með 38 stig en QPR er sæti ofar með 39 stig.

Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður í 4-1 tapi Reading gegn Swansea. Jón Daði spilaði síðasta hálftímann en staðan var 4-0 er Selfyssingurinn kom við sögu.

Reading er í bullandi vandræðum. Liðið er í 23. sæti deildarinnar og er fimm stigum frá öruggu sæti. Swansea, sem féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er í tólfta sætinu.

Leeds er áfram á toppi deildarinnar þrátt fyrir 4-2 tap gegn Nottingham Forest á útivelli. Leeds lenti 1-0 undir og missti mann af velli. Staðan ekki góð.

Þeir sýndu þó karakter. Þeir snéru leiknum sér í vil, komust í 2-1 en Forest náði þó að jafna skömmu síðar. Forest skoraði svo tvö mörk áður en yfir lauk og lokatölur 4-2.

Leeds er þó áfram á toppnum með 51 stig en Forest er í áttunda sæti deildarinnar með 38 stig. Norwich er í öðru sætinu með 49 stig en þeir gerðu 1-1 jafntefli við Brentford í dag.

Öll úrslit dagsins:

Aston Villa - QPR 2-2

Blackburn - WBA 2-1

Brentford - Norwich 1-1

Derby - Middlesbrough 1-1

Hull - Bolton 6-0

Ipswich - Millwall 2-3

Nottingham Forest - Leeds 4-2

Reading - Swansea 1-4

Rotherham - Preston 2-1

Sheffield Wednesday - Birmingham 1-1

Stoke - Bristol 0-2

Wigan - Sheffield 0-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×