Benitez gerði Liverpool greiða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benitez glotti í kvöld.
Benitez glotti í kvöld. vísir/getty
Rafael Benitez, stjóri Newcastle, gerði fyrrum félagi sínu Liverpool greiða í toppbaráttunni í kvöld er Newcastle vann 2-1 sigur á Manchester City á St. James' Park.

Það voru ekki liðnar nema 25 sekúndur er City komst yfir. Eftir frábæra sendingu Raheem Sterling, kom David Silva boltanum á Sergio Aguero sem var einn á auðum sjó og kom City yfir.

Flestir héldu þá að City myndu setja nokkur mörk á Newcastle sem hefur verið í alls konar vandræðum það sem af er tímabili og stemningin ekki upp á sitt besta í norðrinu.

Staðan var 1-0 í hálfleik en á 66. mínútu jafnaði Salomn Random metin eftir að Isaac Hayden kom boltanum á hann. Varnarleikur City ekki upp á marga fiska í þessu marki.

Tíu mínútum fyrir leikslok fékk Newcastle vítaspyrnu eftir að Fernandinho missti boltann klaufalega og braut af sér. Matt Ritchie fór á punktinn og skoraði. Lokatölur 2-1.

City er áfram í öðru sætinu en er nú fjórum stigum á eftir Liverpool sem spilar við Leicester annað kvöld. Liverpool getur þar með náð sjö stiga forskoti.

Newcastle fór með sigrinum upp í fjórtánda sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira