Fótbolti

Lehmann þjálfar Alfreð hjá Augsburg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lehmann á æfingu Arsenal á síðustu leiktíð.
Lehmann á æfingu Arsenal á síðustu leiktíð. vísir/getty
Jensh Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, er kominn inn í þjálfarateymi Alfreðs Finnbogason og félaga í Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni.

Þessi 49 ára gamli fyrrum markvörður hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Augsburg en samningur gildir sumarsins 2020. Fyrsta æfing hans verður með Augsburg á miðvikudag.

Lehmann hefur verið án starfs síðan að hann hætti hjá Arsenal í sumar en hann hafði verið í þjálfarateymi Arsene Wenger sem hætti í sumar. Við tók Unai Emery og hætti því Lehmann störfum.

„Ég er ánægður með að við náðum að landa Lehmann. Hann er sérfræðingur með mikla reynslu. Mig hlakkar til að vinna með honum því ég veit að hann mun bæta liðið okkar,“ sagði Manuel Baum, stjóri Augsburg.

Lehmann var í liði Arsenal sem vann ensku úrvalsdeildina 2004 og bikarinn árið eftir en Augsburg er í vandræðum í deildinni. Þeir eru í fimmtánda sæti deildarinnar, einu stigi frá umspilssæti um fall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×