Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að Bandaríkjaher líti á Keflavíkurflugvöll sem útstöð fyrir hina torséðu B-2 sprengjuþotu sem átti viðkomu í Keflavík fyrir helgi. Þotan er hönnuð til kjarnorkuárása.

Við segjum einnig frá því að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kemur til með að hitta Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í húsnæði Landhelgisgæslu Íslands að kvöldi 4. september. Lengi hefur verið óljóst hvort af fundinum yrði en það fékkst staðfest í dag. Mike hefur látið hafa eftir sér að hann muni ætla að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni hingað til lands.

Þá fjöllum við um samþykkt Þriðja Orkupakkans og mótmælunum sem fóru fram á Austurvelli honum tengdum. Við tökum einnig stöðuna á vegaframkvæmdum í Ingólfs- og Ófeigsfirði í Árneshreppi og sjáum óvenjulegan flutning á bíl.

Þetta og meira til í kvöldfréttum, á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi, klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×