Enski boltinn

Veikindi, leikbann og meiðsli skapa vandamál fyrir Liverpool á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp þarf væntanlega að stilla upp mjög sérstakri varnarlínu annað kvöld. Hér sést hann hugi á æfingu liðsins í vikunni.
Jürgen Klopp þarf væntanlega að stilla upp mjög sérstakri varnarlínu annað kvöld. Hér sést hann hugi á æfingu liðsins í vikunni. Getty/Andrew Powell
Jürgen Klopp getur ekki stillt upp sínu sterkasta liði annað kvöld þegar Liverpool fær Leicester City í heimsókn í mikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni.

Mesta óvissan er í kringum þátttöku hollenska miðvarðarins frábæra Virgil van Dijk sem gæti misst af leiknum vegna veikinda.

Það er þegar ljóst að James Milner verður í leikbanni í leiknum og þá eru þeir Trent Alexander-Arnold, Dejan Lovren og Joe Gomez allir meiddir.

Varnarlína Liverpool-liðsins er því ansi vængbrotin fyrir þennan leik.





Virgil van Dijk hefur ekki æft með Liverpool síðan að liðið kom heim frá æfingaferðinni til Dúbaí.

Það eru einhverjar líkur að Van Dijk geti harkað af sér og spilað og smálíkur að Alexander-Arnold verði búinn að ná sér af hnémeiðslunum. Hann vill spila sjálfur en Jürgen Klopp vill fara varlega með strákinn.

Liverpool lánaði Nathaniel Clyne til Bournemouth fyrr í þessum mánuði og Klopp getur því ekki notað hann.

Breidd er mjög mikilvæg fyrir lið í baráttu um enska titilinn og það má segja með sanni að nú reyndi virkilega á breidd Liverpool varnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×