Enski boltinn

Gylfi er ofarlega á þessum lista

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson lætur vaða á markið.
Gylfi Þór Sigurðsson lætur vaða á markið. Getty/Visionhaus
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur fengið óvæga gagnrýni á fyrsta eina og hálfa tímabili sínu með Everton þrátt fyrir að hafa skorað mörg glæsileg mörk fyrir Everton liðið á þessum tíma.

Everton eyddi miklum pening í Gylfa og væntingarnar voru þannig að stuðningsmennirnir bjuggust við að koma Gylfa myndi koma liðinu upp í toppbaráttuna. Svo hefur ekki farið en Gylfi hefur gert marga góða hluti á Goodison Park.

Gylfi kemst þannig á fámennan lista yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest mörk fyrir utan teig í öllum keppnum á síðustu tveimur tímabilum.

Það eru aðeins Kevin De Bruyne há Manchester City, Willian hjá Chelsea og Christian Eriksen hjá Tottenham sem hafa gert betur en íslenski landsliðsmaðurinn eins og sjá má í þessari samantekt ESPN hér fyrir neðan.





Gylfi hefur skorað sjö mörk fyrir utan teig frá því að 2017-18 tímabilið hófst. Kevin De Bruyne er með þremur mörkum meira Gylfi en þeir Willian og Christian Eriksen eru aðeins með eitt mark í forskot.

Gylfi hefur hins vegar leikið færri leikir en þeir allir þar af 31 leik færra en Willian og sautján leikjum færra en Eriksen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×