Lacazette og Aubameyang kláruðu Cardiff

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir tveir sáu um Cardiff.
Þessir tveir sáu um Cardiff. vísir/getty
Það var ekki mikill glans yfir leik Arsenal sem vann þó 2-1 sigur á Cardiff er liðin mættust á Emirates í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Arsenal átti ekki eitt einasta skot á markið í fyrri hálfleik. Mikill vonbrigða hálfleikur fyrir þá rauðklæddu.

Arsenal komst yfir með sínu fyrsta skoti á markið. Þeir fengu vítaspyrnu eftir að brotið var á Kolisinac. Á punktinn steig Pierre-Emerick Aubameyang og skoraði af miklu öryggi.

Arsenal tvöfaldaði forystuna sjö mínútum fyrir leikslok en eftir laglegan sprett skoraði Alexandre Lacazette framhjá Neil Etheridge í marki Cardiff. Í uppbótartíma minnkaði Nathanie Mendez-Laing muninn fyrir Cardiff en þar við sat.

Fleiri urðu mörkin ekki og 2-1 sigur Arsenal sem er í fimmta sætinu með 47 stig, jafn mörg og Chelsea sem er í sætinu ofar, en Chelsea með betri markatölu.

Cardiff er í átjánda sætinu með nítján stig en Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira