Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. Dómsmálaráðuneytið telur að framsetning bréfanna hafi verið ámælisverð og til þess fallin að rýra traust og trú á embætti ríkislögreglustjóra. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig segjum við frá máli sem kom upp innan slysavarnafélagsins Landsbjörg í vetur. Björgunarsveitarmaður sem annar félagsmaður kærði fyrir nauðgun var ekki vikið úr sveitinni á meðan rannsókn á málinu fór fram. Málið er nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara.

Við segjum frá fundi Trump og May í Bretlandi og frá aðgerðum ríkisstjórnarinnar í orkuskiptum. Einnig er fjallað um hvalveiðar en þær verða engar þetta sumarið og er ástæðan sögð vera sú að veiðileyfi hafi komið of seint.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og einnig í beinni útsendingu á Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×