Fótbolti

Lifði einungis fjóra mánuði af hjá Real en er nú tekinn við Sevilla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Julen Lopetegui er tekinn við Sevilla.
Julen Lopetegui er tekinn við Sevilla. vísir/getty
Julen Lopetegui er tekinn við sem þjálfari Sevilla á Spáni en hann skrifar undir þriggja ára samning við spænska úrvalsdeildarfélagið.

Lopetegui er fyrrum þjálfari spænska landsliðsins en hann stýrði liðinu frá 2016 til 2018. Honum var sagt upp störfum degi fyrir HM eftir að hafa samið við Real Madrid.

Ekki gekk það sem skildi hjá Real Madrid en hann var einungis fjóra mánuði í starfi. Eftir 5-1 tap gegn Barcelona í El Clásico þann 28. október fengu stjórnendur Real nóg og létu Lopetegui fara.







Hann þjálfaði ekkert eftir að hafa verið vikið úr stjórastólnum hjá Real í október síðastliðnum en nú hefur Sevilla náð samningum við hann.

Sevilla endaði í sjötta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili auk þess að fara í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar.


Tengdar fréttir

Spænski landsliðsþjálfarinn tekur við Real

Real Madrid tilkynnti í dag að félagið hefur ráðið Julen Lopetegui sem knattspyrnustjóra liðsins. Lopetegui tekur við liðinu eftir að HM í knattspyrnu lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×