Fótbolti

Heimir fær Wilfried Bony

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bony er farinn til Katar.
Bony er farinn til Katar. vísir/getty
Heimir Hallgrímsson hefur fengið liðsstyrk til Katar en framherjinn Wilfried Bony er kominn til Al Arabi á láni.

Bony kemur til liðsins á láni frá B-deildarliðinu Swansea en þeir hafa verið að reyna að losa sig við Bony vegna þess hversu há laun hann er með hjá félaginu.

Samningur Bony rennur út næsta sumar og verður hann á láni hjá Heimi og félögum út þessa leiktíð en talið er að Bony sé með um 120 þúsund pund á viku. Það hefur Swansea ekki getað sætt sig við.

Bony er með ágætis feril á Englandi. Hann kom fyrst il Swansea þar sem hann stóð sig það vel að Manchester City ákvað að kaupa hann frá Wales-verjunum.

Þar náði hann sér ekki alveg á strik og fór því aftur til Swansea en náði ekki að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í deild þeirra bestu á síðustu leiktíð.

Þetta verður veglegur liðsstyrkur fyrir Heimi og félaga sem hafa verið að losa sig við aðra leikmenn frá því að fyrrum landsliðsþjálfarinn mætti til Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×