Enski boltinn

Fer í þriðja Íslendingaliðið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leandro Bacuna.
Leandro Bacuna. Mynd/Twitter/@CardiffCityFC
Leandro Bacuna er farinn að þekkja marga leikmenn í íslenska knattspyrnulandsliðinu enda vanur að hafa þá sem liðsfélaga.

Cardiff City keypti Leandro Bacuna í dag frá enska b-deildarliðinu Reading fyrir óuppgefna upphæð.





Leandro Bacuna fer þannig í þriðja Íslendingafélagið í röð. Hann gerir samning við Cardiff City sem nær til 2023 og skiptir úr b-deildinni í ensku úrvalsdeildina.

Leandro Bacuna var leikmaður Aston Villa þegar Birkir Bjarnason kom þangað í janúar 2017 og var síðan seldur til Reading átta mánuðum síðar.

Leandro Bacuna spilaði með Jóni Daða Böðvarssyni hjá Reading en Jón Daði kom til félagsins mánuði fyrr.

Nú fer Leandro Bacuna yfir til Cardiff City þar sem spilar eins og allir vita landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×