Enski boltinn

Fyrir átta árum þá borgaði Liverpool miklu meira fyrir Carroll en Suarez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll frá Newcastle United og Luis Suárez með Kenny Dalglish á þessum degi fyrir átta árum síðan.
Andy Carroll frá Newcastle United og Luis Suárez með Kenny Dalglish á þessum degi fyrir átta árum síðan. Getty/John Powell
Ein bestu og verstu kaup í langri sögu Liverpool litu bæði dagsins ljós á þessum degi fyrir nákvæmlega átta árum síðan.

31. janúar 2011 gekk Liverpool frá kaupunum á þeim Andy Carroll frá Newcastle United og Luis Suárez frá Ajax. Kenny Dalglish var nýtekinn við félaginu af Roy Hodgson og fékk það í gegn að styrkja sóknarlínu liðsins svo um munaði.  Á sama tíma seldi Liverpool Spánverjann Fernando Torres til Chelsea fyrir 50 milljónir punda.





Liverpool borgaði vissulega 22,7 milljónir punda fyrir Luis Suárez en það reyndust frábær kaup. Luis Suárez spilaði í þrjú og hálft ár með félaginu og var síðan seldur til Barcelona fyrir 64,98 milljónir punda í júlí 2014.

Á þessum þremur og hálfu tímabili þá skoraði Luis Suárez 69 mörk í 110 deildarleikjum með Liverpool og alls 82 mörk í 133 leikjum í öllum keppnum.



Liverpool borgaði hins vegar 35 milljónir punda fyrir Andy Carroll sem félagið sá fyrir sér sem framtíðarframherja enska landsliðsins. Það fór ekki alveg svo og hann spilaði sinn níunda og síðasta landsleik árið eftir.

Andy Carroll kostaði Liverpool því meira en tólf milljónir punda meira en Luis Suárez. Carroll skoraði aðeins 6 mörk í 44 deildarleikjum með Liverpool liðinu áður en hann var lánaður og síðar seldur til West Ham fyrir fimmtán milljónir punda.

Liverpool græddi því rúmar 42 milljónir punda á Luis Suárez sem auk þess að skoraði 82 mörk fyrir félagið en tapaði tuttugu milljónum punda á Andy Carroll sem skoraði aðeins 11 mörk í 58 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×