Enski boltinn

Svona langt síðan Newcastle bætti síðast metið yfir dýrasta leikmann félagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var vel tekið á móti Michael Owen hjá Newcastle í ágúst 2005.
Það var vel tekið á móti Michael Owen hjá Newcastle í ágúst 2005. Getty/ Ian Horrocks
Enska úrvalsdeildarfélafgið Newcastle gekk í dag frá kaupunum á Miguel Almiron frá bandaríska félaginu Atlanta United og er hann nú orðinn dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi.

Newcastle borgar Atlanta United 21 milljón pund fyrir þennan sóknartenglið sem hefur verið í úrvalslið MLS-deildarinnar undanfarin tvö ár og vann MLS-úrslitakeppnina með Atlanta United á síðustu leiktíð.





Miguel Almiron bætir með þessu met Michael Owen frá árinu 2005 en Newcastle keypti Owen frá Real Madrid fyrir 16,8 milljónir punda 24. ágúst 2005.

Það er ótrúlegt að félagsmetið hafi staðið svona lengi á tímum þar sem flest félög hafa margoft bætt metið yfir dýrustu knattspyrnumenn sína.

Verð fyrir knattspyrnumenn hefur rokið upp á síðustu árum og meðalleikmenn fara nú á tugir milljóna punda. Metið hans Owen hafði hins vegar staðið allt af sér í næstum því einn og hálfan áratug.

Það er fróðlegt að skoða hvar menn voru fyrir fjórtán árum þegar Michael Owen varð að dýrasta leikmanni Newcastle. Squawka Football hefur tekið saman nokkur dæmi eins og sjá má hér fyrir neðan.





Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City í dag, var þarna enn leikmaður, Rafael Benítez var nýbúinn að vinna Meistaradeildina með Liverpool, Lionel Messi hafði aðeins skorað eitt mark fyrir Barcelona, Atlanta United hafði ekki verið stofnað og Bolton var í Evrópukeppni. Jú þetta var allt annar heimur en hann er í dag.

 









 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×