Enski boltinn

Martial skrifaði undir nýjan samning við Man. Utd: „Hér snýst allt um að vinna titla“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Martial  og Ole Gunnar Solskjær.
Anthony Martial og Ole Gunnar Solskjær. Getty/Matthew Peters
Ole Gunnar Solskjær heldur áfram að vinna sigra á Old Trafford og ekki bara í leikjum liðsins. Anthony Martial hefur nú skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2024.

Anthony Martial spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United á móti Liverpool í september 2015 og hefur all skorað 46 mörk í 162 leikjum fyrir félagið.





„Ég elska tíma minn hjá þessu félagi. Mér fannst ég verða hluti af United fjölskyldunni frá fyrsta degi,“ sagði Anthony Martial.

„Hér snýst allt um að vinna titla og ég er viss um að það er ekki langt í næsta titil,“ sagði Martial.

Ole Gunnar Solskjaer var líka ánægður með að samningurinn er í höfn en það hefur tekið sinn tíma að ganga frá framtíð Frakkans.





„Anthony er einn af þessu náttúrulega hæfileikaríku leikmönnum sem allir þjálfarar vilja vinna með. Hann hefur mjög góðan fótboltaheila af ungum manni að vera og svo er hann með alla þessa hæfileika sem gerir hann að leikmanni með spennandi framtíð,“ sagði Solskjær.

„Þetta er fullkomið félag fyrir Anthony til að æþróast í heimsklassa framherja og við erum öll himinlifandi með að hann hafi skrifað undir nýjan samning,“ sagði Solskjær.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×