Enski boltinn

Sarri: Kannski næ ég ekki lengur til leikmanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sarri veit ekkert hvað hann á að gera til að rífa sína leikmenn í gang.
Sarri veit ekkert hvað hann á að gera til að rífa sína leikmenn í gang. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, var í sárum í gær eftir að hans menn fengu á baukinn gegn Bournemouth og töpuðu 4-0.

Þetta var stærsta tap Chelsea í úrvalsdeildinni í 23 ár. Það hefur gefið á bátinn hjá Chelsea og Sarri í vandræðum með hópinn. Hann hélt 40 mínútna fund með leikmönnum eftir leikinn.

Stjórinn hefur áður sagt að það væri erfitt að ná til leikmanna liðsins og hann tók tapið í gær á sig.

„Ég er pirraður því þessi leikur færir okkur mörg skref til baka. Við vissum að þessi leikur væri mjög mikilvægur,“ sagði Sarri.

„Þetta tap er mér að kenna og liðið er ekki að spila sem lið. Kannski næ ég ekki lengur til leikmanna. Við spilum eins og ellefu einstaklingar.“



Klippa: FT Bournemouth 4 - 0 Chelsea



Fleiri fréttir

Sjá meira


×