Enski boltinn

Pickford tjáir sig um mistökin hörmulegu á Anfield: Hefur ekki áhrif á mig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Origi skorar eftir mistök Pickford.
Origi skorar eftir mistök Pickford. vísir/getty
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, segir að mistökin sem hann gerði í 1-0 tapinu gegn Liverpool á Anfield í desember hafi ekki haft áhrif á hann á síðustu vikum.

Pickford hefur verið í vandræðum eftir mistökin skelfilegu í grannaslagnum í desember og ekki náð sér á strik en hann var frábær með Englandi á HM síðasta sumar. En hefur þetta áhrif á hann?

„Nei, alls ekki. Svoleiðis hefur ekki áhrif á mig. Ég veit ef ég átti góðan leik eða ekki. Ég er sterkur andlega og það er eitt það sterkasta í mínu vopnabúri,“ sagði Pickford.

„Þetta hefur ekki áhrif á mig. Ég reyni bara að standa mig og gera mitt besta. Úrvalsdeildin er erfið deild og það vita það allir.“

Everton vann mikilvægan 1-0 sigur á Huddersfield á þriðjudagskvöldið en Everton hefur gengið brösulega undanfarnar vikur. Liðið mætir svo Wolves á laugardaginn.

„Þetta snýst um að vinna tvo leiki í röð og komast á skrið. Við höfum ekki verið nægilega stöðugir. Við þurfum að ná því og halda áfram á laugardaginn,“ sagði enski landsliðsmarkvörðurinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×