Fótbolti

Ísland gæti verið á heimavelli á HM kvenna 2027

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verða stelpurnar okkar á heimavelli 2027?
Verða stelpurnar okkar á heimavelli 2027? vísir/ernir
Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, sagði í vefþættinum Miðjunni á Fótbolti.net í gær að það gæti farið sem svo að HM kvenna 2027 gæti verið haldið að hluta til á Íslandi.

Í þættinum mættust þeir Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson en þeir eru að berjast um formannsstöðuna í KSÍ. Kosið verður á 73. ársþingi KSÍ laugardaginn níunda febrúar svo rúm vika er til stefnu.

Þar greindi núverandi formaður, Guðni Bergsson, frá því að það væri hugmyndir um það að Norðurlöndin myndu sækja um það að halda HM kvenna árið 2027.

Norðurlöndin myndu þá halda mótið saman og vonaðist Guðni að hér á Íslandi gætu farið fram leikir eða jafnvel einn riðill í mótinu. Geir tók í sama streng og greinilega að þetta hefur verið hugmynd um nokkura ára skeið.

HM fer fram í Frakklandi á þessu ári en Ísland verður ekki á meðal þáttökuþjóða eftir slæm úrslit í lokaleikjum undankeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×