Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Mikið álag er á starfsfólki og föngum á Hólmsheiði vegna andlega veikra fanga sem þar eru vistaðir. Nokkur tilfelli hafa komið upp á síðustu vikum þar sem fangarnir hafa gengið berserksgang í fangelsinu. Í fréttatímanum verður rætt við Pál Winkel fangelsismálastjóra sem lýsir áhyggjum sínum af ástandinu. 

Við fjöllum einnig um vinnumarkaðinn á Suðurnesjum en formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis segir stóran hluta þeirra sem hafa misst vinnuna eftir gjaldþrot WOW air vera erlenda ríkisborgara. 

Þrátt fyrir að eini sveppaframleiðandi landsins framleiði um ellefu tonn af sveppum í hverri viku nægir það ekki til að anna eftirspurn. Ástæðan er meðal annars Keto- og Vegan æði, sem gripið hefur um sig meðal landsmanna. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×