Enski boltinn

Klopp nýtur þess ekki að vera í titilbaráttu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það tekur á taugarnar að stýra toppliði í ensku úrvalsdeildinni.
Það tekur á taugarnar að stýra toppliði í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Það er gaman hjá Liverpool. Liðið á toppnum og spilar frábæran fótbolta. Stjóri liðsins, Jürgen Klopp, nær þó ekki að njóta sín.

„Ég nýt þess aldrei að vera í titilbaráttu,“ sagði Klopp við BBC. „Þetta er kannski ekki það mest taugastrekkjandi í heiminum en það er samt svo mikill ákafi og mikið undir á stuttum tíma.“

Liverpool á eftir að spila fimmtán leiki í ensku úrvalsdeildinni og getur náð sjö stiga forskoti í kvöld er liðið mætir Leicester. Man. City missteig sig í gær og Liverpool því í frábærri stöðu til þess að taka afgerandi forystu.

„Fótbolti er ekki það mikilvægasta í heiminum en á svona stundum líður manni að það sé ekkert mikilvægara því við höfum ekkert annað að gera. Það er ekki auðvelt að njóta þess en ég elska samt vinnuna mína,“ bætir Klopp við.

Ítarlegt viðtal við Klopp hjá BBC má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×