Innlent

Kvöldfrettir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi bæði siðareglur fyrir alþingismenn og málsmeðferðarreglur sem þeim fylgja. Hún er ekki sammála því að endurskoða ákvæði um gildissvið reglnanna og telur að það eigi að skýra rúmt. Þingmennska sé ekki hefðbundið starf og siðareglurnar eigi að gilda alls staðar þar sem þingmenn eru á opinberum vettvangi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Kyrrsetning Boeing 737-MAX vélanna mun kosta Icelandair hið minnsta sautján milljarða króna. Rætt verður við forstjóra félagsins í kvöldfréttum en hann telur það vera algjörlega óhugsandi að framleiðandinn bæti þeim ekki tjónið. Icelandir hefur tapað ellefu milljörðum króna á árinu. Einnig verður fjallað um áhrif gjaldþrots bresku ferðaskrifstofunnar Superbreak á ferðaþjónustu á Norðurlandi. Tíðindin komu mjög á óvart að sögn verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Norðurlands.

Verslunarmannahelgin er gengin í garð. Við verðum í beinni frá Landeyjahöfn og Innipúkanum og fylgjumst með slökkviliðsmönnum sem ætla að nýta helgina til að safna peningum til kaupa á hitakössum fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×