Liverpool mistókst að ná sjö stiga forskoti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keita liggur eftir í kvöld. Daninn hugar að honum.
Keita liggur eftir í kvöld. Daninn hugar að honum. vísir/getty
Liverpool er með fimm stiga forskot á Manchester City eftir 1-1 jafntefli við Leicester á heimavelli í kvöld.

Liverpool fékk gullið tækifæri í kvöld til þess að koma sér sjö stigum frá ríkjandi meisturum Manchester City en Leicester gerði þeim lífið leitt í kvöld.

Það voru ekki liðnar nema tvær mínútur er fyrsta markið kom en það var Sadio Mané sem opnaði kvöldið með laglegu skoti í fjærhornið eftir laglegan sprett.

Jöfnunarmarkið kom svo skömmu fyrir hálfleik er boltinn barst til Harry Maguire eftir aukaspyrnu og kom hann boltanum í netið. Liverpool-menn vildu rangstöðu en ekkert dæmt. Í endursýningu sást að það var hárréttur dómur.

Liverpool var meira með boltann í síðari hálfleik og reyndi að brjóta niður þéttan múr Leicester en það gekk illa. Gestirnir sóttu hratt og fengu nokkur fín upphlaup en náðu ekki að gera mikið úr því.

Lokatölur 1-1 og er því Liverpool áfram á toppnum. Forskotið er nú fimm stig er fjórtán umferðir eru eftir en Leicester er í ellefta sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira