Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eiður Þór Árnason skrifar
Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað 32 sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Fjallað verður áfram um stöðuna á Landspítalanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við aðstoðarmann landlæknis sem segir ástandið ólíðandi. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig mikla aukavinnu til að bregðast við ástandinu.

Hitamet voru slegin í Evrópu í dag þegar hiti mældist meiri en nokkru sinni fyrr. Rauðu viðbúnaðarstigi var lýst yfir í París og víða var barnaheimilum lokað og fólki ráðlagt að mæta ekki til vinnu.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við móður sem missti son nýverið en hún segir ráðamenn verða að vakna og grípa til aðgerða til að hjálpa þeim sem glíma við fíkniefnavanda.

Þá hittum við ferðaþjónustubændur sem gera draugasögunni um djákninn á Myrká hátt undir höfði og sjáum afrakstur sumarsins hjá ungum listamönnum sem tóku þátt í skapandi sumarstörfum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×