Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Velferðarráðuneytið hefur staðfest að Tryggingastofnun Ríkisins hafi hlunnfarið stóran hóp öryrkja um milljarða króna á undanförnum árum. Áður hafði Umboðsmaður Alþingis birt áfellisdóm yfir aðferðum TR í þessum málum. Daníel Isenbarn, lögmaður ÖBÍ, útskýrir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig fjöllum við um nýtt greiðsluþátttökukerfi þegar kemur að tæknifrjóvgunum, við fjöllum áfram um kjaramálin og segjum ykkur frá því að tvisvar sinnum færri banaslys urðu á sjó hér á landi síðasta áratug samanborið við áratuginn á undan. Þá varð enginn mannskaði á sjó síðustu tvö ár sem er í fyrsta skipti sem það gerist hér á landi. Það er árangur á heimsmælikvarða.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×