Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um samdrátt innan ferðaþjónustunnar sem nemur fimm loðnubrestum á þessu ári. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stjórnvöld verði að bregðast við.

Við höldum áfram að fjalla um skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi en aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embættinu segir lögregluna of veika til þess að sinna frumkvæðismálum.

Þá segjum við frá því að íslensk stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir til að vinna gegn útbreiðslu sýklalyfjaofnæmis en koma á í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur sem á bæði við um kjöt og grænmeti.

Þá segjum við frá því að engin tölfræði er til um tengsl á milli símtækjanotkunar og umferðarslysa hér á landi. Tökum stöðuna á Alþingi, en Eldhúsdagsumræður fara fram í dag og skoðum listaverk sem komið hefur verið fyrir á þaki Fjármálaráðuneytisins.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi, í opinni dagskrá, klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×