Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók slökkvilið að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. Tjónið hleypur á tugum ef ekki hundruðum milljón króna en í húsinu voru starfandi þrjú fyrirtæki.

Við verðum í beinni útsendingu frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari á landsbyggðinni en í þéttbýli. Strákum og innflytjendum er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rætt við prófessor í hagfræði um nýja greiningu Fitch Ratings Samkvæmt henni eru horfurnar í efnahagslífinu heldur betri en íslenskir greinendur hafa gert ráð fyrir.

Þá verður farið yfir nýjustu vendingar í þrotabúi WOW air auk þess sem rætt verður við kvenfélagskonur í Grímsnesi sem kanna nú hvort þær eigi mögulega hlut í Landsvirkjun.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×