Fótbolti

Böðvar í bakverðinum er Jagiellonia komst í bikarúrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jagiellonia er komið í bikarúrslit.
Jagiellonia er komið í bikarúrslit. vísir/getty
Böðvar Böðvarsson spilaði allan leikinn í vinstri bakverðinum hjá Jagiellonia Bialystok sem tryggði sér sæti í bikarúrslitunum í Póllandi í kvöld með 2-1 sigri á Miedz Legnica.

Staðan var markalaus í hálfleik fyrsta eina mark leiksins kom á 61. mínútu en þá skoraði miðjumaðurinn Taras Romanczuk og kom Jagiellonia í 1-0.







Gestirnir frá Legnica jöfnuðu metin á 78. mínútu en í uppbótartímanum var það aftur Taras sem skoraði. Það var hans annað mark og skaut hann Jegiellonia í bikarúrslit.

Miedz er í ellefta sæti pólsku úrvalsdeildarinnar en Böðvar og félagar í því sjötta. Því voru flestir að reikna með sigri Jagiellonia og það tókst.

Í úrslitunum bíður annað hvort Raków Częstochowa eða Lechia Gdańsk en þau mætast á morgun. Úrslitaleikurinn fer fram í maí mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×