Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp. Þeir setja aftur á móti spurningarmerki við viðbrögð heilbrigðisyfirvalda. Rætt verður við foreldrana og sóttvarnalækni um mislingasmit sem hafa greinst hér á landi síðustu vikur í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við segjum frá aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins gegn tveimur konum sem mótmæltu brottvísun hælisleitandans Eze Okafor um borð í flugvél Icelandair fyrir þremur árum og ræðum við konurnar tvær. Við tökum stöðuna á verkfallsaðgerðum verkalýðsfélags Grindavíkur og að sjálfsögðu hittum við krakka í flottum búningum enda öskudagur í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×