Fótbolti

Ronaldo sendur í tveggja vikna sóttkví

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo þarf að æfa heima fyrir næstu daga en vænta má að hann sé með ágætis tæki og tól heima hjá sér.
Ronaldo þarf að æfa heima fyrir næstu daga en vænta má að hann sé með ágætis tæki og tól heima hjá sér. vísir/getty

Cristiano Ronaldo komst loksins til Ítalíu í gær eftir að hafa verið fastur í Portúgal um helgina þar sem flugvél hans fékk ekki að taka á loft frá Madríd þar sem hún var staðfest.

Ronaldo hafði verið í heimahögunum, í Madeira í Portúgal, og verið þar í sjálfskipuðu sóttkví eftir að veiran fór að brjótast út á Ítalíu. Þrátt fyrir að Ronaldo sé mættur til Tórínó getur hann ekki tekið þátt í æfingum liðsins næstu daga.

Sömu reglur gilda á Ítalíu og hér á Íslandi og þarf Ronaldo því að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Engar sérreglur gilda um knattspyrnumenn né Ronaldo og þarf hann því að halda kyrru heima fyrir næstu fjórtán dagana.

Ítalska deildin hefur verið á ís síðan um miðjan mars og er alls óvíst hvenær hún fer aftur af stað. Á dögunum var slakað á útgöngubanni en tvennum sögum fer að því hvort að fótboltinn geti snúið aftur á Ítalíu þangað til í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×