Fótbolti

Jafntefli dugar gegn Portúgal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Íslenska 17 ára landsliðið.
Íslenska 17 ára landsliðið. Mynd/KSÍ
Piltalandsliðið skipað leikmönnum undir sautján ára aldri mætir Portúgal í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fylgir Ungverjum upp úr riðlinum á lokakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Írlandi þessa dagana. Þetta varð ljóst eftir naumt tap Íslands gegn Ungverjalandi í gær og sigur Portúgals á Rússlandi síðar um daginn.

Ungverjar komust yfir snemma leiks áður en Mikael Egill Ellertsson jafnaði metin fyrir Ísland í upphafi seinni hálfleiks. Vítaspyrna var dæmd á íslenska liðið undir lok leiksins sem András Németh skoraði úr á 90. mínútu.

Ísland og Portúgal leika því upp á hvort liðið fylgir Ungverjum áfram í 8 liða úrslitin. Jafntefli dugar Íslandi vegna markatölunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×