Innlent

Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason.

Í viðtali við vefritið Smuguna segir Steingrímur að könnun hafi leitt í ljós að hann njóti stuðnings 90 prósenta stuðningsmanna VG. Hann segir að hinsvegar þyrfti kannski að athuga hort hann njóti minni stuðnings innan þingflokksins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×