Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun, yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir hana vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands.

Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem geti fallið undir áætlun kínverskra stjórnvalda um belti og braut. Hann sakar varaforseta Bandaríkjanna um að fara með falsfréttir og reyna að spilla samskiptum Íslendinga og Kínverja 

Rætt verður við sendiherrann í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður rætt við sérfræðing í alþjóðastjórnmálum sem segir engar forsendur vera fyrir hersetu á Íslandi. Ekki sé hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif Hann telur augljóst að tilgangur heimsóknar Mike Pence til Íslands hafi meðal annars verið að senda Kínverjum skýr skilaboð.

Einnig verður tekin staðan á Brexit, fellibylnum Dorian sem er genginn á land í Bandaríkjunum og við verðum í beinni útsendingu frá Oktoberfest í Háskóla Íslands sem hefst í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×