Erlent

Ban Ki-moon vill ekki verða forseti

atli ísleifsson skrifar
Ban Ki-Moon, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst ekki bjóða sig fram sem forseti í heimalandi sínu, Suður-Kóreu.

„Ég ætla að draga mig í hlé frá stjórnmálum. Mér finnst það leitt ef ég er að valda mörgum vonbrigðum,“ sagði hinn 72 ára Ban við suður-kóreska fjölmiðla í gær.

Þrátt fyrir að hann hafi aldrei sagst ætla í framboð þá gerðust raddirnar mun mögulegt frambæð æ háværari eftir því sem ástandið í stjórnmálum landsins versnaði.

Park Geun-Hye forseti hefur verið sökuð um spillingu og verið vikið frá á meðan ákvörðunar um hvort hún verði dregin fyrir dóm sé beðið.

Vinsældir Ban hafa þó einnig minnkað þar sem nokkrir af fjölskyldumeðlimir hans hafa verið sakaðir um að tengjast mútumáli í Bandaríkjunum. Ban segir sögusagnirnar þó ekki vera réttar.

Ban lét af störfum sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna um síðustu áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×