Erlent

Stoltir af norrænum uppruna sínum

Samúel Karl Ólason skrifar
Víkingar Lerwick eru ófrýnilegir.
Víkingar Lerwick eru ófrýnilegir. Vísir/AFP
Íbúar Lerwick á Hjaltlandseyjum segjast stoltir af norrænum uppruna sínum, en þeir fagna honum með hinni árlegu víkingahátíð, Up Helly Aa sem haldin er í janúar. Hundruð manna taka þátt í því að brenna langskip og þannig senda það til Valhallar og er hátíðin talin sú stærsta sinnar tegundar.

Víkingar settust fyrst að á Hjaltlandseyjum um árið 800 og stjórnuðu þar um aldir. Víkingahátíðin sjálf er þó rúmlega aldargömul og hún er sótt heim af fólki sem kemur víðsvegar að. Allt frá Nýja-Sjálandi til Texas.

AFP fréttaveitan ræddi við nokkra heimamenn og gesti sem allir segja hátíðina og andrúmsloftið á henni vera einstaka.

Samkvæmt Scotsman.com tekur það íbúa Lerwick heilt ár að undirbúa hverja hátíð fyrir sig. Búningar eru saumaðir á heimilum og byggja þarf nýtt langskip á hverju ári.

Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðinni í ár, sem og þrjú myndbönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×