Erlent

Gabriel: Sigrar popúlista í Frakklandi eða Hollandi gætu þýtt endalok ESB

atli ísleifsson skrifar
Sigmar Gabriel, varakanslari og efnahagsmálaráðherra Þýskalands, segir að það gætu þýtt endalok Evrópusambandsins ef hægri popúlistar myndu vinna sigra í frönsku forsetakosningunum í vor eða þingkosningunum sem fram fara í Hollandi í mars.

Reuters greinir frá.

„Frönsku forsetakosningarnar sem fram fara í vor verða mjög örlagaríkar fyrir Evrópu,“ sagði Gabriel í ræðu sem hann flutti í þýska þinginu fyrr í dag. 

„Eftir Brexit á síðasta ári – ef óvinir Evrópu ná árangri í Hollandi eða Frakklandi þá stöndum við frammi fyrir þeirri ógn, að stærsta siðmenningarverkefni tuttugustu aldar, Evrópusambandið, gæti liðið undir lok,“ sagði Gabriel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×