Enski boltinn

Rooney reddaði Everton | Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wayne Rooney sá til þess að Everton fór ekki tómhent heim frá Amex-vellinum í Brighton.
Wayne Rooney sá til þess að Everton fór ekki tómhent heim frá Amex-vellinum í Brighton. vísir/getty
Báðir leikir gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni enduðu með jafntefli.

Wayne Rooney bjargaði stigi fyrir Everton sem sótti Brighton heim. Anthony Knockaert kom nýliðunum yfir á 82. mínútu en Rooney jafnaði metin úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins. Lokatölur 1-1.

Brighton og Everton eru bæði með átta stig eftir átta umferðir.

Newcastle United komst tvívegis yfir gegn Southampton á St. Mary's vellinum en tókst samt ekki að landa sigri.

Isaac Hayden kom Newcastle yfir á 20. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Á 49. mínútu jafnaði Manolo Gabbiadini metin en aðeins tveimur mínútum síðar kom Ayoze Pérez gestunum aftur yfir.

Gabbiadini átti hins vegar síðasta orðið þegar hann jafnaði í 2-2 úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.

Newcastle er með 11 stig í 9. sæti deildarinnar, tveimur stigum meira en Southampton sem er í sætinu fyrir neðan.

Brighton 1-1 Everton
Southampton 2-2 Newcastle
Sunnudagsuppgjör

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×