Innlent

Níu bætast í hóp smitaðra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sjö greindust með veiruna á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn og tveir á Vestfjörðum.
Sjö greindust með veiruna á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn og tveir á Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm

Níu einstaklingar hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, síðasta sólarhring hér á landi. Þar af greindust sjö á höfuðborgarsvæðinu og tveir á Vestfjörðum, líkt og fram kom í morgun. Um þriðjungur nýgreindra var í sóttkví. 

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á blaðamannafundi yfirvalda vegna veirunnar, þar sem tilslakanir á ýmsum veirutakmörkunum voru kynntar. Nákvæma útlistun á þeim má nálgast hér.

Alls hafa því 1720 manns greinst með veiruna hér á landi. Þórólfur sagði á fundinum að álagið hefði verið mikið á sjúkrahús landsins frá því að veiran greindist hér fyrst í lok febrúar. Eins og staðan er núna eru þrír í öndunarvél á Landspítalanum en enginn á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Þá kvað hann faraldurinn hafa náð hápunkti fyrir um viku. Síðan þá hafi kúrvan leitað niður á við jafnt og þétt, að öllum líkindum þökk sé hinum samfélagslegu aðgerðum sem ráðist var í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×