Fótbolti

Elías með níu mörk frá áramótum | Samúel spilaði í Þýskalandi

Sindri Sverrisson skrifar
Elías Már Ómarsson fær faðmlag frá liðsfélaga sínum eftir að hafa skorað í kvöld.
Elías Már Ómarsson fær faðmlag frá liðsfélaga sínum eftir að hafa skorað í kvöld. vísir/getty

Elías Már Ómarsson hefur verið sjóðheitur með Excelsior á árinu 2020 en hann skoraði tvö mörk í kvöld í 3-0 sigri á MVV, í hollensku B-deildinni í fótbolta.

Elías kom Excelsior yfir á 64. mínútu og skoraði einnig lokamark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok. Hann hefur nú skorað níu mörk á þessu ári og alls 12 mörk á leiktíðinni í 28 deildarleikjum.

Excelsior er með 47 stig í 7. sæti deildarinnar, en liðin í 3.-8. sæti komast í umspil um sæti í úrvalsdeildinni.

Samúel Kári Friðjónsson fékk sitt annað tækifæri í byrjunarliði Paderborn í efstu deild Þýskalands þegar hann lék í 2-1 tapi liðsins á heimavelli gegn Köln í kvöld. Samúel lék fram á 73. mínútu.

Paderborn er neðst í deildinni með 16 stig eftir 24 leiki, fimm stigum á eftir Dusseldorf sem er í 16. sæti. Liðin í 17. og 18. sæti falla en liðið í 16. sæti fer í umspil við lið úr 2. deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×