Hárstofuhrellirinn fer um land allt og gerir hárgreiðslumeistara gráhærða Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2020 15:23 Afar sérkennilegt mál er nú komið upp en kona sem virðist vera með einskonar hárgreiðsluáráttu hefur farið um landið allt, lagt leið sína á hárgreiðslustofur, fengið klippingu en krefst svo ætíð endurgreiðslu. Kona nokkur virðist haldin einskonar hárgreiðsluáráttu því hún fer um án afláts milli hárgreiðslustofa og er komin víða á bannlista. Ónefnd kona hefur stundað það, að því er virðist árum saman að flakka á milli hárgreiðslustofa; fá lit, klipp, strípur, allt mögulegt – dvelur á stofunum klukkutímunum saman og fær ráðgjöf – fer ánægð en hringir svo yfirleitt aftur eða sendir tölvupóst og segist ósátt. „Já, hún fer út ánægð en hringir svo ósátt daginn eftir og vill fá endurgreitt,“ segir Þuríður Halldórsdóttir eigandi Ónix Hár – hárgreiðslustofu í Þverholtinu. En þau þar hafa fengið konuna í stólinn og er hún nú komin á bannlista þar sem víðar. Þuríður veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. Segir málið allt tragíkómískt. Hún ýmist neitar að borga eða borgar og hefur síðan samband og fer fram á endurgreiðslu. Og lætur þá mömmu sína, eða „Rakel systur sína“, jafnvel lögmann hringja eða senda póst. En talar einatt af sér og kemur þá í ljós að þetta er hún sjálf í símanum og er þá að reyna að villa á sér heimildir. Orðin fræg um land allt „Já, hárgreiðslukonurnar eru alveg vissar um að þá sé þetta konan sjálf. Við viljum yfirleitt fá að laga ef um það er beðið eða leiðrétta en hún vill bara fá endurgreitt,“ segir Þuríður. En fæstar láta það eftir henni. Ekki lengur. „Þetta hlýtur að vera einhver hárgreiðsluárátta,“ segir Þuríður og vísar til þess að athæfi konunnar hefur staðið yfir árum saman. Og um land allt. Þuríður Hildur á Ónix Hár. Hún fagnar samstöðunni því vont sé ef kollegar lendi í slíkum hrelli og konan hefur reynst. En það gæti reynst erfitt fyrir hana að fá jólaklippingu í ljósi þess að búið er að vara við konunni og hún víða komin á svartan lista. „Þetta eru um sextíu hárgreiðslustofur sem hafa komist í kast við hana. Akureyri, Húsavík, Selfoss … Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt. Svo bara hlær maður að þessu, þetta er svo skrítið.“ Ekki við þetta búandi En nú er komin upp samstaða, orðið gengur milli hárgreiðslustofa þar sem varað er við hárstofuhrellinum. Þuríður fagnar því og segir að jafnframt sé komið upp kerfi, ákveðin símanúmer eru á válista. En konan leikur reyndar þann leik að hringja úr mismunandi símanúmerum og panta sér tíma undir ólíkum nöfnum. Þannig að erfitt getur reynst að verjast henni. Þuríður segir þetta einstakt tilfelli og ekki liggi fyrir hvort um sé að ræða blákalda og kaldrifjaða lygi, og einhvers konar hrappshátt eða hvort um sé að ræða áráttu sem lýsir sér þá þannig að viðkomandi trúi þessu sjálf. En fyrir mestu er að nú láti hárgreiðslufólk boð á milli sín ganga í sérstökum hópi á Facebook. Og hægt að vara við óalandi og óferjandi viðskiptavinum. Því við þetta sé ekki hægt að búa. „Í vor sagðist einhver vera hjúkrunarfræðingur, fór í framlínuna en reyndist svo ekki vera sú sem hún sagðist vera. Við héldum fyrst að þetta gæti verið sama manneskjan. En svo reyndist þó ekki vera.“ Þuríður segist reyndar hafa heyrt áhyggjuraddir þess efnis, í ljósi hinnar miklu samstöðu meðal hárgreiðslufólks, að það gæti reynst erfitt fyrir konuna að fá jólaklippingu. Neytendur Verslun Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ónefnd kona hefur stundað það, að því er virðist árum saman að flakka á milli hárgreiðslustofa; fá lit, klipp, strípur, allt mögulegt – dvelur á stofunum klukkutímunum saman og fær ráðgjöf – fer ánægð en hringir svo yfirleitt aftur eða sendir tölvupóst og segist ósátt. „Já, hún fer út ánægð en hringir svo ósátt daginn eftir og vill fá endurgreitt,“ segir Þuríður Halldórsdóttir eigandi Ónix Hár – hárgreiðslustofu í Þverholtinu. En þau þar hafa fengið konuna í stólinn og er hún nú komin á bannlista þar sem víðar. Þuríður veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. Segir málið allt tragíkómískt. Hún ýmist neitar að borga eða borgar og hefur síðan samband og fer fram á endurgreiðslu. Og lætur þá mömmu sína, eða „Rakel systur sína“, jafnvel lögmann hringja eða senda póst. En talar einatt af sér og kemur þá í ljós að þetta er hún sjálf í símanum og er þá að reyna að villa á sér heimildir. Orðin fræg um land allt „Já, hárgreiðslukonurnar eru alveg vissar um að þá sé þetta konan sjálf. Við viljum yfirleitt fá að laga ef um það er beðið eða leiðrétta en hún vill bara fá endurgreitt,“ segir Þuríður. En fæstar láta það eftir henni. Ekki lengur. „Þetta hlýtur að vera einhver hárgreiðsluárátta,“ segir Þuríður og vísar til þess að athæfi konunnar hefur staðið yfir árum saman. Og um land allt. Þuríður Hildur á Ónix Hár. Hún fagnar samstöðunni því vont sé ef kollegar lendi í slíkum hrelli og konan hefur reynst. En það gæti reynst erfitt fyrir hana að fá jólaklippingu í ljósi þess að búið er að vara við konunni og hún víða komin á svartan lista. „Þetta eru um sextíu hárgreiðslustofur sem hafa komist í kast við hana. Akureyri, Húsavík, Selfoss … Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt. Svo bara hlær maður að þessu, þetta er svo skrítið.“ Ekki við þetta búandi En nú er komin upp samstaða, orðið gengur milli hárgreiðslustofa þar sem varað er við hárstofuhrellinum. Þuríður fagnar því og segir að jafnframt sé komið upp kerfi, ákveðin símanúmer eru á válista. En konan leikur reyndar þann leik að hringja úr mismunandi símanúmerum og panta sér tíma undir ólíkum nöfnum. Þannig að erfitt getur reynst að verjast henni. Þuríður segir þetta einstakt tilfelli og ekki liggi fyrir hvort um sé að ræða blákalda og kaldrifjaða lygi, og einhvers konar hrappshátt eða hvort um sé að ræða áráttu sem lýsir sér þá þannig að viðkomandi trúi þessu sjálf. En fyrir mestu er að nú láti hárgreiðslufólk boð á milli sín ganga í sérstökum hópi á Facebook. Og hægt að vara við óalandi og óferjandi viðskiptavinum. Því við þetta sé ekki hægt að búa. „Í vor sagðist einhver vera hjúkrunarfræðingur, fór í framlínuna en reyndist svo ekki vera sú sem hún sagðist vera. Við héldum fyrst að þetta gæti verið sama manneskjan. En svo reyndist þó ekki vera.“ Þuríður segist reyndar hafa heyrt áhyggjuraddir þess efnis, í ljósi hinnar miklu samstöðu meðal hárgreiðslufólks, að það gæti reynst erfitt fyrir konuna að fá jólaklippingu.
Neytendur Verslun Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent