Innlent

Fyrsta smitið staðfest á Vestfjörðum

Eiður Þór Árnason skrifar
Um er að ræða fyrsta smitið sem er staðsett á sjálfum Vestfjörðum.
Um er að ræða fyrsta smitið sem er staðsett á sjálfum Vestfjörðum. Vísir/Egill

Í gær greindist fyrsti einstaklingurinn með kórónuveiruna á norðanverðum Vestfjörðum og er unnið að smitrakningu, að sögn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Nokkur fjöldi fólks er sagður vera í sóttkví og einangrun tengt smitinu og mun sá fjöldi taka breytingum eftir því sem smitrakningu vindur fram og niðurstöður sýna liggja fyrir.

Fram kemur í tilkynningu að þegar hafi verið haft samband við alla sem þurfi að grípa til ráðstafana að svo stöddu

Ekki er um að ræða fyrsta Vestfirðinginn sem greinist með veiruna. Þeir einstaklingar voru þó ekki heima hjá sér þegar smit greindist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×