Innlent

Tafir á umferð í Hvalfjarðargöngum vegna bilaðs vörubíls

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flutningabíllinn er fastur syðst í beygjunni á Reykjavíkurendanum. Myndin er úr safni.
Flutningabíllinn er fastur syðst í beygjunni á Reykjavíkurendanum. Myndin er úr safni. Vísir/Pjetur
Bilun í flutningabíl í Hvalfjarðargöngunum á öðrum tímanum í dag hefur valdið töluverðum töfum á umferð um göngin. Bíllinn er fastur í beygjunum syðast í göngunum og þess beðið að viðgerðarmenn mæti á svæðið. Þangað til er aðeins opið fyrir umferð um göngin í aðra áttina í einu.

Marinó Tryggvason, upplýsingafulltrúi hjá Speli sem rekur göngin, vonast til þess að viðgerð taki skamman tíma svo hægt verði að opna fyrir eðlilega umferð sem fyrst. Biðtími á hvorum enda ganganna sé líklega í kringum tíu mínútur en það fari eftir því hve margir bílar safnist saman í einu.

Reynt sé að tæma hvorn enda áður en umferð er hleypt í hina áttina.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×