Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Hundrað þúsund netárásir voru gerðar á íslenskar ip-tölur í fyrra en óljóst er hvaða áhrif stóra netárásin sem hófst á föstudaginn, mun hafa hér á landi. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að innleiða þurfi nýtt regluverk frá Evrópusambandinu svo Ísland verði betur í stakk búið til að takast á við árásir sem þessar.

Nánar verður farið yfir þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þar lítum við líka til Færeyja með forseta Íslands og fjöllum um landsátak gegn plastpokanotkun, en Íslendingar nota um 35 milljón plastpoka á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×