Innlent

Íslendingar gefa lítið fyrir skaðsemi lakkrísáts

Jakob Bjarnar skrifar
Þrátt fyrir varnaðarorð læknis virðist ekki hvarfla að Íslendingum að láta af lakkrísáti sínu.
Þrátt fyrir varnaðarorð læknis virðist ekki hvarfla að Íslendingum að láta af lakkrísáti sínu.
„Við höfum ekki séð minnkun í sölu,“ segir Pétur Þór Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri Freyju -- sælgætisgerðar.

Freyja auk Góu, Nóa Síríuss og Kóluss, eru helstu framleiðendur lakkríss á Íslandi. Fréttir af óhollustu lakkríss fóru hátt í síðustu viku en Vísir greindi frá viðtali Morgunútvarps Rásar 2 við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem lýsti lakkrísáti sem lífhættulegu. Og hafði hryllingssögur að segja af heilsufari þeirra sem höfðu borðað yfir sig af því.

Pétur Þór segir viðbrögðin lítil, ekki sé hægt að greina það að fólk forðist lakkrísinn eftir fréttirnar.

„Viðbrögðin voru helst á þá leið hvað okkur varðar að fólk var að hringja vegna þessarar myndar og tengingu Hrís við lakkrís (í forgrunni myndar við lakkrísfréttina), sem er engin. Flest viðbrögð sem við heyrðum var á þá leið að fólk var að segja frá því að það hafi borðað lakkrís í marga tugi ára og ekkert slæmt orsakast af þeirri neyslu og að allt sé gott í hófi,“ segir Pétur Þór.

Ef marka má orð Péturs Þórs virðist vakningin sem Helga Ágústa læknir kallar eftir ætla að fara fyrir lítið.


Tengdar fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Rætt verður við Birgi Jakobsson landlækni sem segir að stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum sé það óljós að hún sé byrjuð að grafa undan hagsmunum sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

„Ég elska lakkrís“

Forseti borgarstjórnar ætlar ekki að svíkja sinn lakkrís þrátt fyrir uggvænlegar fréttir gærdagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×