Enski boltinn

Aðgerð Sir Alex gekk vel │Þarf að hvílast til að ná skjótum bata

Dagur Lárusson skrifar
Sir Alex Ferguson
Sir Alex Ferguson vísir/getty
Eins og greint var frá í gærkvöldi  liggur Sir Alex Ferguson þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir heilablóðfall og gekk hann undir aðgerð í gærkvöldi. 

 

Manchester United staðfesti það í gærkvöldi að aðgerðin hafi gengið vel og hann þurfi nú tíma til þess að jafna sig.

 

Nýjustu frengir herma að hann þurfi þó mikla meðhöndlun til þess að hann nái sér sem fyrst.

 

„Aðgerðin gekk mjög vel en hann þarf mikla meðhöndlun og þarf að hvílast til þess að hann nái skjótum bata. Fjölskylda hans vill fá næði á þessum erfiða tíma,” sagði heimildarmaður Manchester United.

 

„Við vitum ekki nákvæmlega hvað kom fyrir Sir Alex því að eru til margs konar tegundir af heilablóðfalli sem allar geta haft mismunandi niðurstöður.”

 

„Við verðum nú að bíða eftir frekari upplýsingum til þess að geta greint frá því hver niðurstaðan verðu, ” sagði fréttamaður Sky fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Sir Alex dvelur.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×