Lífið

Kona á Flórída fær loksins gæludýraleyfi fyrir krókódílinn sinn Rambó

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Eftir marga mánuði af tilraunum til að fá leyfi yfirvalda fyrir krókódílnum sínum hefur kona á Flórída nú loksins fengið leyfi til þess að halda krókódílnum sem gæludýri. ABC greinir frá.

Að sögn konunnar, Mary Thorn hegðar krókódíllinn sér alveg eins og hundur. Krókódíllinn, sem hefur verið gefið nafnið Rambó elskar jafnframt að hennar sögn að láta klappa sér. Þá kann hann ekki að meta neitt jafn mikið og að fara í langa göngutúra í ólinni sinni.

Rambó var orðinn lengri en 180 sentímetrar á lengd sem gerði Mary erfiðara fyrir að fá leyfi fyrir krókódílnum. Upphaflega var henni því neitað að fá leyfi fyrir krókódílnum.

Síðan þá hefur mikið  vatn runnið til sjávar, en krókódíllinn hefur öðlast gríðarlegar vinsældir í heimabæ Mary og hefur hún þjálfað hann til allskyns kúnsta, þar á meðal að stilla sér upp á fjórhjóli við hlið hennar.

Þau Mary og Rambó munu því svo sannarlega eiga gleðileg jól í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×