Lífið

Atli Örvarsson seldi villuna í Los Angeles á rúmlega 400 milljónir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tónskáldið Atli Örvarsson hefur selt villu sína í Mar Vista-hverfinu í Los Angeles. Söluverðið eru um 3,7 milljónir bandaríkjadala, um 418 milljónir íslenskra króna. Hann hafði búið í húsinu frá árinu 2014 en er nú fluttur aftur heim til Akureyrar.

Húsið er rúmlega 420 fermetrar og í því eru 5 svefnherbergi og fimm og hálft baðherbergi. Húsið, sem er innblásið af Bauhaus-stílnum, er staðsett í vesturhluta Los Angeles og er lýst sem einstaklega opnu og björtu.

Akureyringurinn Atli hefur lengi verið eitt fremsta tónskáld okkar Íslendinga og hefur unnið að fjöldamörgum stórmyndum og þáttaröðum vestanhafs.

Þeirra á meðal eru kvikmyndir á borð við Babylon A.D., Vantage Point og Hansel & Gretel: Witch Hunters sem og hin íslenska kvikmynd Hrútar. Þá hefur hann unnið að tónlistinni í fjöldamörgum þáttum; svo sem Chicago Fire og Law & Order.

Hér að neðan má sjá myndir úr húsinu í Mar Vista og nánar má fræðast um eignina á vef amlu.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×