Erlent

Fremja grímugjörning til að mótmæla mengun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í dag rann út lokafrestur fyrir Frakka til að skila inn áætlun um bætt loftgæði til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Í dag rann út lokafrestur fyrir Frakka til að skila inn áætlun um bætt loftgæði til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vísir/afp
Umhverfissinnar sem hafa fengið sig fullsadda af menguðu andrúmslofti tóku til sinna ráða í dag og frömdu táknrænan mótmælagjörning á götum Parísar til að undirstrika að yfirvöldum hafi ekki tekist að koma böndum á mengun. Fréttastofa AFP greinir frá.

Frönsku aðgerðasinnarnir komu andlitsgrímum fyrir á styttum víðsvegar um París og í fleiri borgum.

Í dag rann út lokafrestur fyrir Frakka til að skila inn áætlun um bætt loftgæði til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem árið 2017 fyrirskipaði fimm sambandsríkjum að til að draga úr mengandi bílaumferð, að öðrum kosti yrði málið sent til æðsta dómsstóls Evrópusambandsins.

Í sameiginlegri yfirlýsingu umhverfisverndarsinna, hópa sem beita sér gegn mengun, landssambands reiðhjólaiðkenda auk Grænfriðunga var kallað eftir samgöngustefnu án loftmengunar.

Framkvæmdastjórnin sagði að þetta mikla magn köfnunarefnisoxíðs í andrúmsloftinu olli 70.000 ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2013 sem væri þá þrisvar sinnum hærri en dánartíðni vegna umferðisslysa það sama ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×