Enski boltinn

Telegraph: Harry Kane gerir allt til þess að vera klár í slaginn

Dagur Lárusson skrifar
Harry Kane hefur náð sér fljótt.
Harry Kane hefur náð sér fljótt. vísir/getty
Breski miðillinn Telegraph greinir frá því að Harry Kane sé að reyna allt sem hann getur til þess að vera orðinn heill fyrir leik Tottenham gegn Chelsea á sunnudaginn.

 

Harry Kane sneri sig á ökkla um miðjan mars og var fyrst haldið að tímabilið væri í hættu hjá honum. Hann hefur hinsvegar náð sér fljótt og hefur byrjað að æfa með liðinu á ný samkvæmt Telegraph.

 

Margir líta á leikinn á sunnudaginn sem nokkurns konar úrslitaleik um hvort liðið nái Meistaradeildarsæti og því munu stuðningsmenn Tottenham fagna þessum fréttum um sinn besta leikmann.

 

Telegraph greinir einnig frá því að Thibaut Courtois, markvörður Chelsea, gæti mögulega ekki verið klár fyrir leikinn en tíminn mun aðeins svara því. 

 


Tengdar fréttir

Conte: Kane einn sá besti í heiminum

Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að Harry Kane sé einn besti framherji í heimi en Tottenham geti þó spjarað sig án hans í leiknum á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×